Enn eitt aðsóknarmetið í Sundlaug Akureyrar

Aðsóknartölur fyrir árið 2019 í Sundlaug Akureyrar liggja fyrir og hafa gestir aldrei verið fleiri á einu ári. Alls voru gestir tæplega 444 þúsund í fyrra og fjölgaði um tæplega 13 þúsund frá árinu á undan.

Aðsóknarmetið í Sundlaug Akureyrar hefur nú verið slegið fjögur ár í röð. Aðsókn síðustu tíu ár hefur að meðaltali verið um 369 þúsund gestir á ári. Fjöldinn í fyrra er því um 75 þúsundum umfram meðaltalið.

Eins og kunnugt er hafa verið gerðar miklar endurbætur á sundlaugarsvæðinu síðustu ár. Þrjár nýjar rennibrautir og nýir pottar hafa litið dagsins ljós, auk ýmissa lagfæringa.

Ljóst er að þessi uppbygging hefur haft í för með sér auknar vinsældir Sundlaugar Akureyrar, bæði meðal heimamanna og ferðamanna, sem verður að teljast jákvætt.

Des Nóv Okt Sep Ágú Júl Jún Maí Apr Mar Feb Jan