Hólasandslína - Framkvæmdaleyfi vegna lagningu ídráttarröra yfir Eyjafjarðará

Hólasandslína - Framkvæmdaleyfi vegna lagningar ídráttarröra yfir Eyjafjarðará
Bæjarstjórn Akureyrarbæjar hefur þann 21. janúar 2020 samþykkt útgáfu framkvæmdaleyfis fyrir lagningar 170 m langra ídráttarröra fyrir tvö 220 kV jarðstrengjasett í og undir vestustu kvísl Eyjafjarðarár. Framkvæmdin er í samræmi við Aðalskipulag Akureyrar 2018-2030. Breyting á aðalskipulagi tók gildi með auglýsingu sem birtist í b-deild Stjórnartíðinda 3. janúar 2020
Framkvæmdaleyfið, ásamt framlögðum gögnum er aðgengilegt hér að neðan.
Bæjarstjórn Akureyrar hefur kynnt sér álit Skipulagsstofnunar um mat á umhverfisáhrifum framkvæmdarinnar og veitir framkvæmdaleyfi með skilyrðum sem tilgreind eru í útgefnum leyfisgögnum.

Vakin er athygli á því að niðurstaða bæjarstjórnar er kæranleg til úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála sbr. 4. gr. laga nr. 130/2011. Kærufrestur er einn mánuður frá birtingu auglýsingar.

Álit skipulagsstofnunar

Þverun - teikning

Minnisblað Eflu

Umsókn

Umsögn Umhverfisstofnunar

26. febrúar 2020
Sviðsstjóri skipulagssviðs

Des Nóv Okt Sep Ágú Júl Jún Maí Apr Mar Feb Jan