Gildagur á Listasumri

Sjötti Gildagur ársins í Listagilinu er á morgun, laugardaginn 13. júlí, og þar sem Listasumar er í fullum gangi verður nóg um að vera.

Í Listasafninu á Akureyri er fjöldi spennandi sýninga í boði og í tilefni dagsins verður enginn aðgangseyrir milli kl. 14-17. Opnuð verður ljósmyndasýningin Akureyri-Grundarfjörður í RÖSK RÝMI og listhópurinn RÖSK býður börnum í örsmiðju.

Plötusnúðurinn Vélarnar þeytir skífum við Gil kaffihús og skapar Listasumarsstemningu. Í Mjólkurbúðinni er seinni sýningarhelgi myndlistarsýningarinnar Hugleiðingar um Upprunan. Hjá Gilfélaginu í Deiglunni verður Tískusvapp en sá viðburður krefst skráningar og eingöngu fyrir þátttakendur. Einnig verður tilboð í verslunum og blöðrur, krítar og sápukúlur í boði fyrir börnin hjá Sjoppunni.

Vegna Gildagsins er Listagilið einungis opið gangandi vegfarendum milli kl. 14-17 (sjá mynd). Hægt verður að komast að bílastæðum efst og neðst í Listagilinu.

Öll dagskráin er á gildagur.is.

Des Nóv Okt Sep Ágú Júl Jún Maí Apr Mar Feb Jan