Þrír stórir ruslapokar og þrjú vörubretti

8ÞGG í Glerárskóla ásamt kennara sínum.
8ÞGG í Glerárskóla ásamt kennara sínum.

Undanfarin 10 ár hefur verið gefin út við Glerárskóla ákveðin niðurröðun á hreinsunarvikum fyrir hvern bekk skólans. Þannig taka nemendur virkan þátt í því að halda umhvefi sínu hreinu og tína rusl eða plokka eins og það er nú kallað.

Nemendur í 8ÞGG í Glerárskóla tóku til hendinni í vikunni og tíndu upp rusl á völdum svæðum í grennd við skólann. Á 80 mínútum fylltu þeir þrjá stóra ruslapoka af margvíslegu drasli og fundu þrjú illa farin vörubretti á víðavangi.

Umhverfismál eru nemendunum hugleikin eftir fræðslu vetrarins og þau vilja taka þátt í að fegra umhverfi sitt með þessum hætti. Hópurinn vann skipulega. Á bekkjarfundi var nágrenni skólans skipt upp í nokkur svæði sem nemendurnir könnuðu og mátu hversu mikil þörf væri á plokki á hverju þeirra og þau sem verst þóttu voru hreinsuð.

Það kom hópnum verulega á óvart hversu mikið rusl var að finna á víðavangi og það er von þeirra að fleiri leggi hreinsunarátakinu lið. Hópurinn skorar á nemendur í öllum skólum bæjarins að leggja þeim lið og fara út og plokka. 

Nemendurnir árétta að flokka eigi allt rusl og setja í ruslafötur, einungis þannig getum við haldið umhverfinu hreinu.

Minnt er á að á morgun er stóri plokkdagurinn á Akureyri. Förum saman út að tína rusl og deilum á samfélagsmiðlum með myllumerkinu #plokkak.

Fleiri myndir frá hreinsunarstarfi nemenda Glerárskóla - smellið á þær til að sjá stærri útgáfur og fletta á milli.

        

Facebooksíða viðburðarins.

Des Nóv Okt Sep Ágú Júl Jún Maí Apr Mar Feb Jan