Áframhaldandi stuðningur Vina Hlíðarfjalls

Frá undirritun samningsins. Frá vinstri: Geir Gíslason formaður Vina Hlíðarfjalls, Guðmundur Karl Jó…
Frá undirritun samningsins. Frá vinstri: Geir Gíslason formaður Vina Hlíðarfjalls, Guðmundur Karl Jónsson forstöðumaður Hlíðarfjalls og Ellert Örn Erlingsson deildarstjóri íþróttamála hjá Akureyrarbæ.

Í dag var endurnýjaður samstarfsamningur Akureyrarbæjar og Vina Hlíðarfjalls.

Samningurinn kveður á um áframhaldandi stuðning Vina Hlíðarfjalls við frekari markaðs- og uppbyggingarverkefni í Hlíðarfjalli, sem eru m.a. að styðja við frekari uppbyggingu á snjóframleiðslukerfi Hlíðarfjalls, móta og laga skíðaleiðir, auka við öryggisbúnað og markaðssetja Hlíðarfjall.

Samningurinn gildir til 1. nóvember 2021.

 

Des Nóv Okt Sep Ágú Júl Jún Maí Apr Mar Feb Jan