Iðnaðarsafnið heimsækir ÖA

Frá einni af heimsóknum Iðnaðarsafnsins á ÖA.
Frá einni af heimsóknum Iðnaðarsafnsins á ÖA.

Starfsfólk Iðnaðarsafnsins á Akureyri hefur að undanförnu heimsótt íbúa Öldrunarheimila Akureyrar með ýmsa kunnuglega gripi úr fortíðinni í farteski sínu. Markmið heimsóknanna er að koma á skemmtilegum samræðum um gildi gripanna og minningar sem þeim tengjast. Ætlunin er að halda þessu samstarfi Iðnaðarsafnsins og ÖA áfram í allan vetur og vonandi lengur.

Iðnaðarsafnið geymir muni og vélar sem tengjast iðnaði á liðnum áratugum. Þar má einnig sjá ýmsan varning sem framleiddur var á Akureyri á 20. öld, s.s. smjörlíkiumbúðir, prentverk, rennismíði, Saxbautadósir, Santoskaffipokar og Flóruvörur. Einnig alls kyns nytjahluti og iðnvarning, fatnað og skó, náttkjóla, Duffys gallabuxur, mokkajakka og margt fleira.

Heimsóknir Iðnaðarsafnsins hafa vakið almenna ánægju meðal heimilisfólks og starfsfólks ÖA.

Heimasíða Iðnaðarsafnsins á Akureyri.

Des Nóv Okt Sep Ágú Júl Jún Maí Apr Mar Feb Jan