Gilið lokað á morgun frá 10-22

Gríðarlega góð stemning var í Listagilinu síðasta föstudag og verður vonandi engu síðri á morgun, þr…
Gríðarlega góð stemning var í Listagilinu síðasta föstudag og verður vonandi engu síðri á morgun, þriðjudag, þegar Ísland mætir Króatíu á HM í knattspyrnu.

Leikur íslenska landsliðsins gegn Króatíu á HM í knattspyrnu í Rússlandi verður sýndur beint á risaskjá í Listagilinu kl. 18 á morgun, þriðjudag. Talsverðan tíma tekur að koma upp skjánum og því verður lokað fyrir umferð ökutækja um gilið frá kl. 10 árdegis til klukkan 22 um kvöldið.

Akureyringar og gestir bæjarins eru hvattir til að upplifa stemninguna í Listagilinu og njóta leiksins. Velkomið er að mæta með stóla ef fólk vill sitja en svo er líka gaman að fagna standandi. Veðurstofa Íslands spáir blíðu á Akureyri á morgun.

Athugið að allir skipulagðir HM-viðburðir eru reyklausir og því er Listagilið reyklaust svæði meðan á sýningunni stendur.

Göngum snyrtilega um bæinn okkar og skiljum ekki eftir okkur rusl.

Meðan á lokun stendur er fólk vinsamlegast beðið að aka fremur Þórunnarstræti en Oddeyrargötu til að fara af Brekku niður í miðbæ. Oddeyrargatan er fremur þröng og þolir mun minni umferðar en Þórunnarstrætið.

Des Nóv Okt Sep Ágú Júl Jún Maí Apr Mar Feb Jan