Endurnýjaður samningur við KFUM og KFUK

Eydís Ösp Eyþórsdóttir svæðisfulltrúi KFUM og KFUK á Norðurlandi og Ásthildur Sturludóttir bæjarstjó…
Eydís Ösp Eyþórsdóttir svæðisfulltrúi KFUM og KFUK á Norðurlandi og Ásthildur Sturludóttir bæjarstjóri undirrituðu samninginn.

Nýlega var endurnýjaður samningur Akureyrarbæjar við KFUM og KFUK. Markmið Akureyrarbæjar með samningnum er að styðja við starf barna og ungmenna og gefa þeim kost á heilbrigðu og metnaðarfullu félags- og æskulýðsstarfi í anda KFUM og KFUK.

Akureyrarbær leggur áherslu á að starfið standi öllum börnum og ungmennum til boða. Sem barnvænt samfélag byggir Akureyrarbær á fimm grunnþáttum; þekkingu á réttindum barna, því sem er barni fyrir bestu, jafnræði – að horft sé til réttinda allra barna, þátttöku barna í samfélaginu og barnvænni nálgun.

Fyrir framlag Akureyrarbæjar til KFUM og KFUK skal félagið bjóða upp á barna- og unglingastarf á Akureyri ásamt sumarbúðum að Hólavatni. Bjóða skal upp á faglegt starf með forvarnir og jafnrétti að leiðarljósi og sem tekur mið af grunnþáttum barnvænna sveitarfélaga.

Des Nóv Okt Sep Ágú Júl Jún Maí Apr Mar Feb Jan