Eldbarnið í Brekkuskóla

Frá uppsetningunni í Brekkuskóla í gær. Mynd: Soffía Vagnsdóttir.
Frá uppsetningunni í Brekkuskóla í gær. Mynd: Soffía Vagnsdóttir.

Fleiri en 400 grunnskólabörn frá Akureyri, Grenivík, Hrafnagili, Þelamörk, Valsárskóla og Hlíðaskóla sáu leikritið Eldbarnið í uppsetningu Möguleikhússins sem sýnt var í Brekkuskóla í gær.

Sýningin var á vegum verkefnisins List fyrir alla sem er ætlað að velja og miðla listviðburðum til barna og ungmenna um land allt og jafna þannig aðgengi barna á grunnskólaaldri að fjölbreyttum og vönduðum listviðburðum óháð búsetu og efnahag.

Mjög góður rómur var gerður að sýningunni sem fjallar um Sólveigu litlu sem verður að flýja til fjalla með móður sinni þegar gríðarlegt eldgos færir bæinn þeirra undir hraun. Við tekur ný og gjörbreytt tilvera, flótti og leit að húsaskjóli. Sólveig lendir í ævintýralegum aðstæðum sem hljóma fjarstæðukenndar fyrir íslensk börn í dag en voru raunverulegar á tímum Skaftárelda og Móðuharðinda.

Des Nóv Okt Sep Ágú Júl Jún Maí Apr Mar Feb Jan