Einnota tíska?

Einnota tíska (fast fashion) er ofarlega í umræðunni um umhverfismál þessa dagana og skyldi engan undra. Mikil ofneysla er á fatnaði í heiminum.

Hver Íslendingur kaupir þrisvar sinnum meira af vefnaðarvöru en meðaljarðarbúi eða um 17 kg árlega. Jafnframt sóum við miklu magni af vefnaðarvöru. Árið 2016 hentu Íslendingar rúmum 5.700 tonnum af fötum, textíl og skóm en það er að meðaltali 15 kg á hvern landsmann.

Nauðsynlegt er að breyta viðhorfi og hugarfari þegar kemur að tískuheiminum. Við þurfum að nýta fötin okkar betur og koma þeim til annarra þegar við erum hætt að nota þau í staðinn fyrir að farga þeim.

Umhverfis- og mannvirkjasvið Akureyrarbæjar ásamt Akureyrarstofu mun því standa að viðburðum um einnota tísku og textíliðnaðinn sem hluta af Listasumri.

Dagskráin er eftirfarandi:

  • Þriðjudagur 9. júlí: Fræðslukvöld í Deiglunni kl. 20. Pallborðsumræður, spurningar og létt spjall um fatasóun, fataiðnaðinn og lausn á vandanum.
  • Miðvikudagur 10. júlí: Bíó í Rósenborg kl. 20. Sýnd verður heimildamyndin River Blue en hún fjallar um þau áhrif sem einnota tíska hefur á umhverfið og lífsskilyrði fólks í fjarlægum löndum. Boðið verður upp á popp og kók og eftir sýningu verða umræður sem öllum er velkomið að taka þátt í. Sýningin verður í Rósenborg og hefst kl. 20. Enginn aðgangseyrir og allir velkomnir.
  • Föstudagur 12. júlí: Léttar umræður um einnota tísku, tískuiðnaðinn og umhverfismál fara fram í þægilegu umhverfi Sundlaugar Akureyrar. Hittumst í Grettiskeri klukkan 16.
  • Laugardagur 13. júlí: Tískusvapp fer fram í Deiglunni kl. 16-22.30. Þá gefst íbúum tækifæri til að skipta góðum flíkum fyrir aðrar. Skráning og upplýsingar um Tískusvapp.

Nánari upplýsingar um viðburðina má finna inná Facebooksíðu Akureyrarbæjar.

 

Des Nóv Okt Sep Ágú Júl Jún Maí Apr Mar Feb Jan