Einni með öllu aflýst

Mynd: Auðunn Níelsson.
Mynd: Auðunn Níelsson.

Í ljósi nýjustu frétta af útbreiðslu Covid-19 faraldursins á Íslandi hefur fjölskylduhátíðinni „Einni með öllu" á Akureyri og öllum viðburðum sem henni tengjast verið aflýst. Það smit sem komið er upp í samfélaginu og í kjölfarið ný fyrirmæli sóttvarnarlæknis og heilbrigðisyfirvalda útiloka slíkt viðburðahald.

"Við áttum fund með lögreglunni á Akureyri og bæjaryfirvöldum í morgun og það var algjör einhugur um að taka enga áhættu í þessari uggvænlegu stöðu sem upp er komin. Við munum að sjálfsögðu fylgja fast eftir öllum fyrirmælum frá sóttvarnaryfirvöldum og þar með er einboðið að aflýsa fjölskylduhátíðinni Einni með öllu," segir Davíð Rúnar Gunnarsson, skipuleggjandi hátíðarinnar.

"Við viljum hvetja bæjarbúa sem og landsmenn alla til þess að taka stöðunni alvarlega og fylgja fyrirmælum í hvívetna. Allt annað væri einfaldlega óboðlegt í þeirri grafalvarlegu stöðu sem nú er komin upp," segir Ásthildur Sturludóttir, bæjarstjóri á Akureyri.

Des Nóv Okt Sep Ágú Júl Jún Maí Apr Mar Feb Jan