Einn af fimm bestu vefjum sveitarfélaga

Um síðustu mánaðamót var tilkynnt hvaða fimm vefir sveitarfélaga á Íslandi væru metnir bestir árið 2017 hvað varðar innihald, nytsemi, aðgengi, þjónustu og lýðræðislega þátttöku. Samhliða könnuninni var gerð úttekt á öryggismálum vefjanna og bent sérstaklega á það ef öryggi væri ábótavant. Akureyri.is var einn af þessum fimm vefjum.

Þetta var í sjöunda sinn sem slík úttekt er gerð á vegum samgöngu- og sveitarstjórnaráðuneytisins á opinberum vefjum ráðuneyta, stofnana og sveitarfélaga. Heimasíða Akureyrarbæjar var valin besti sveitarfélagsvefurinn árið 2011 en var nú sem áður segir metinn einn af fimm bestu. Vefur Reykjavíkurborgar hlaut viðurkenningu sem besti vefur sveitarfélags að þessu sinni.

Gaman er að geta þess að af fimm stigahæstu vefjum sveitarfélaga eru fjórir gerðir af fyrirtækinu Stefnu á Akureyri, þ.e. vefir Akureyrarbæjar, Fljótsdalshéraðs, Kópavogsbæjar og Reykjanesbæjar.

Af vefjum opinberra stofnana og hlutafélaga voru hæstir vefir Neytendastofu, Þjóðskrár Íslands, Ríkisskattstjóra, Stjórnarráðsins og Háskóla Íslands. Það var vefur Stjórnarráðsins sem hlaut verðlaun sem besti vefur opinberrar stofnunar.

Des Nóv Okt Sep Ágú Júl Jún Maí Apr Mar Feb Jan