Eingöngu tekið á móti rafrænum reikningum

Akureyrarbær hefur frá árinu 2016 tekið á móti rafrænum reikningum og hefur hlutfall þeirra aukist ár frá ári. Nú er svo komið að Akureyrarbær óskar eftir því að birgjar sendi reikninga einungis með rafrænum hætti.

Æskilegt er að birgjar sendi reikninga í gegnum skeytamiðlara á XML formi sem gefnir eru út í bókhaldskerfi sendanda.

Ný mótttökugátt fyrir rafræna reikninga

Ef birgjar eru ekki með bókhaldskerfi er hægt að senda Akureyrarbæ reikninga í gegnum nýja móttökugátt sem er aðgengileg hér. Ekki er mælt með því að nota móttökugáttina nema um sé að ræða fáa reikninga á ári. Birgjar þurfa sjálfir að eiga afrit af innsendum reikningi hjá sér.

Frá og með 1. febrúar næstkomandi verður ekki tekið á móti PDF-reikningum í tölvupósti eða reikningum á pappír.

Liður í stafrænni vegferð

Akureyrarbær sendir einnig töluvert magn af rafrænum reikningum til fyrirtækja og stofnana sem geta móttekið XML reikninga með skeytamiðlun. Viðskiptavinir eru hvattir til að láta Akureyrarbæ vita þegar þeir eru tilbúnir fyrir slíka móttöku reikninga. Í þjónustugáttinni er að finna umsóknarformið "Beiðni um rafræna reikninga fyrir fyrirtæki" en einnig má senda tölvupóst á netfangið fjarreidur@akureyri.is.

Rafrænir reikningar sem fara eftir réttum leiðum hafa í för með sér sparnað, auka möguleika á sjálfvirknivæðingu í bókhaldi, flýta fyrir afgreiðslu og minnka villuhættu. Aukin áhersla á slíkt verklag er eitt af mörgum skrefum í stafrænni vegferð sveitarfélagsins.

 

Des Nóv Okt Sep Ágú Júl Jún Maí Apr Mar Feb Jan