Drónaflug yfir Oddeyrinni föstudaginn 27. september

Myndin er úr frétt Norðurorku á heimasíðu þeirra
Myndin er úr frétt Norðurorku á heimasíðu þeirra

Föstudaginn 27. september gætu íbúar og vegfarendur á Oddeyrinni orðið varir við drónaflug yfir svæðinu. Þar verður á ferðinni dróni á vegum Norðurorku með hitamyndavél í þeim tilgangi að lekaleita svæðið.

Um tilraunaverkefni er að ræða og hefur Norðurorka samið við ÍSOR (Íslenskar orkurannsóknir) um að framkvæma verkið næstkomandi föstudag ef veður leyfir. Lekaleitin byggir m.a. á því að hitamunur sé í jarðvegi þar sem leki er á vatnslögnum þó að ýmis atriði geti haft áhrif á mælinguna.

Í þessari frétt á vef Norðurorku má finna nánari upplýsingar.

Des Nóv Okt Sep Ágú Júl Jún Maí Apr Mar Feb Jan