Drög að tillögu að matsáætlun vegna stækkunar golfvallarins að Jaðri

Jaðarsvöllur - yfirlitsmynd úr skýrslu EFLU
Jaðarsvöllur - yfirlitsmynd úr skýrslu EFLU

Akureyrarbær undirbýr nú mat á umhverfisáhrifum vegna stækkunar Jaðarsvallar á Akureyri. Mat á umhverfisáhrifum er unnið samkvæmt lögum nr. 106/2000 og reglugerð nr. 660/2015, en framkvæmdin er matsskyld samkvæmt tölulið 2.01 í 1. viðauka laganna.

Mati á umhverfisáhrifum er ætlað að kanna nánar umhverfisáhrif framkvæmdarinnar. EFLA verkfræðistofa vinnur að mati á umhverfisáhrifum. Drög að tillögu að matsáætlun hafa nú verið lögð fram til kynningar og eru gögnin aðgengileg á heimasíðu EFLU

Frestur til athugasemda er frá 20. júní til 4. júlí 2018.

Allir hafa rétt til að kynna sér drögin að tillögu að matsáætlun og leggja fram athugasemdir. Að auglýsingatíma loknum verða drögin ásamt þeim athugasemdum sem berast, send Skipulagsstofnun til umfjöllunar.

Hægt er að koma ábendingum eða athugasemdum við drög að tillögu að matsáætlun til Friðriks Klingbeil Gunnarssonar hjá EFLU verkfræðistofu eigi síðar en 4. júlí 2018. Athugasemdir er hægt að senda með tölvupósti á netfangið fridrik.gunnarsson@efla.is eða skriflega á skrifstofu EFLU að Höfðabakka 9, 110 Reykjavík merkt „Landmótun og stækkun Jaðarsvallar".

Des Nóv Okt Sep Ágú Júl Jún Maí Apr Mar Feb Jan