Drög að breytingu á Aðalskipulagi Akureyrar 2018-2030 vegna Holtahverfis

Skipulagsráð Akureyrarbæjar kynnir, í samræmi við 2. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, tillögu að breytingu á Aðalskipulagi Akureyrar 2018-2030.
Allt frá árinu 2017 hefur verið unnið að gerð deiliskipulags fyrir svæði sem nær til íbúðarsvæða sem í aðalskipulaginu eru merkt sem ÍB17 og ÍB18. Er um að ræða svæði suðvestan og norðaustan við Krossanesbraut, frá Undirhlíð og norður að Hlíðarbraut. Á þessum tíma hefur deiliskipulagið þróast með þeim hætti að nauðsynlegt er að gera ákveðnar breytingar á ákvæðum aðalskipulagsins fyrir þessi svæði. Helstu breytingar eru að áætlaðri skiptingu íbúðategunda (einbýli, par-/raðhús, fjölbýli) er breytt og gert ráð fyrir fleiri íbúðum í fjölbýli sem aftur felur í sér að heildarfjöldi íbúða eykst nokkuð. Þá er gert ráð fyrir að hámarkshæð fjölbýlishúsa geti verið allt að fjórar hæðir.

Hægt er að skoða tillöguna hér.

Óskað er eftir ábendingum í gegnum netfangið skipulagssvid@akureyri.is til 9. desember 2029. Hægt er hægt að koma á framfæri skriflegum ábendingum til skipulagssviðs í Ráðhúsi Akureyrar, Geislagötu 9, þar sem einnig er hægt að skoða lýsinguna en fólk er hinsvegar hvatt til þess að nýta rafrænar lausnir sökum aðstæðna.

Persónuupplýsingar sem fylgja athugasemdum við skipulag, s.s. kennitala, nafn og netfang eru aðeins nýttar í þeim tilgangi að vinna úr athugasemdum og auðkenna sendanda. Sjá nánar um meðferð persónuupplýsingar hjá Akureyrarbæ hér
Athugasemdir teljast til opinberra gagna. Vakin er athygli á því að nöfn þeirra sem senda athugasemdir koma fram í fundargerðum skipulagsráðs sem eru birtar á heimasíðu Akureyrarbæjar.

Des Nóv Okt Sep Ágú Júl Jún Maí Apr Mar Feb Jan