Drög að breytingu á Aðalskipulagi Akureyrar 2018-2030 - Breyting á Tjaldsvæðisreit og Skarðshlíð vegna heilsugæslustöðva

Skipulagsráð Akureyrarbæjar kynnir, í samræmi við 2. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, tillögu að breytingu á Aðalskipulagi Akureyrar 2018-2030.
Breytingin felst í að svæði milli Byggðavegar, Þingvallastrætis, Þórunnarstrætis og Hrafnagilsstrætis verði skilgreint sem miðsvæði þar sem m.a. verður gert ráð fyrir byggingu heilsugæslu auk íbúðabyggðar til viðbótar við starfsemi sem fyrir er á svæðinu. Þá er gerð breyting á ákvæðum íbúðasvæðis merkt ÍB19 sem felur í sér að heimilt verður að byggja heilsugæslu á lóð nr. 20 við Skarðshlíð auk íbúða á efri hæðum.

Hægt er að skoða tillöguna hér.

Frestur til þess að skila inn ábendingum er til 8. janúar 2021 og skal þeim skilað skriflega til skipulagssviðs Akureyrarbæjar, Geislagötu 9, eða með tölvupósti (skipulagssvid@akureyri.is) þar sem nafn, kennitala og heimilisfang sendanda kemur fram.

Persónuupplýsingar sem fylgja athugasemdum við skipulag, s.s. kennitala, nafn og netfang eru aðeins nýttar í þeim tilgangi að vinna úr athugasemdum og auðkenna sendanda. Sjá nánar um meðferð persónuupplýsingar hjá Akureyrarbæ https://www.akureyri.is/is/stjornkerfi/stjornsysla/personuverndarfulltrui
Athugasemdir teljast til opinberra gagna. Vakin er athygli á því að nöfn þeirra sem senda athugasemdir koma fram í fundargerðum skipulagsráðs sem eru birtar á heimasíðu Akureyrarbæjar.

Des Nóv Okt Sep Ágú Júl Jún Maí Apr Mar Feb Jan