Dómur um lögmæti skipulagsbreytingar staðfestur

Ráðhús Akureyrarbæjar.
Ráðhús Akureyrarbæjar.

Hæstiréttur Íslands hefur komist að þeirri niðurstöðu að dómur Héraðsdóms Norðurlands eystra um að Akueyrarkaupstaður skuli sýkn af kröfum SS Byggis ehf. og Hálanda ehf. vegna breytinga á Aðalskipulagi Akureyrar 2005-2018 skuli vera óraskaður.

Í dóminum er staðfest að heimilt hafi verið að breyta þéttbýlislínu aðalskipulags, sem hafði þau áhrif að eiganda orlofsbyggðar ber að greiða gatnagerðargjald af fasteignum sem voru byggðar eftir að aðalskipulag tók gildi.

Niðurstaða Hæstaréttar var lögð fram til kynningar í bæjarráði 19. október sl.

Dómur Hæstaréttar í máli nr. 634/2016.

Des Nóv Okt Sep Ágú Júl Jún Maí Apr Mar Feb Jan