Dekurdagar á Akureyri eru að hefjast

Dekurdagar á Akureyri hefjast fimmtudaginn 30. september og standa fram á sunnudag 3. október. Hugmyndin er að vinkonur, vinir, systur, makar, fjölskyldur og vinnufélagar njóti þess að gera eitthvað skemmtilegt saman í bænum. Um leið er safnað fyrir Krabbameinsfélagi Akureyrar og nágrennis m.a. með sölu klúta, bleikra slaufa og framlagi fyrirtækja og einstaklinga. Á síðasta ári söfnuðust um 4.2 milljónir til styrktar Krabbameinsfélagsins. 

Hægt er að velja úr fjölda viðburða sem gleðja hjartað þessa dekurhelgi. Verslanir og veitingastaðir bjóða mörg hver upp á ýmiskonar skemmtileg tilboð af þessu tilefni. Kvöldopnun verður á Glerártorgi á fimmtudagskvöld og í miðbænum föstudagskvöld.

Mikið er um að vera í bænum þessa helgina og má meðal annars nefna tónleika og leiksýningar. Á Listasafninu eru fjölbreyttar sýningar og sama má segja um Minjasafnið á Akureyri.

Hér má skoða viðburðayfirlit Dekurdaga. 

Hér má nálgast Facebooksíðu Dekurdaga þar sem eru upplýsingar um tilboð og margt fleira. 

 

Des Nóv Okt Sep Ágú Júl Jún Maí Apr Mar Feb Jan