Dekurdagar á Akureyri

Bærinn skreyttur bleikum slaufum í tilefni Dekurdaganna.
Bærinn skreyttur bleikum slaufum í tilefni Dekurdaganna.

Dekurdagar á Akureyri hefjast í dag og standa fram á sunnudag. Hugmyndin er að vinkonur, vinir, systur, bræður, mæðgur, feðgar, frænkur, frændur og vinnufélagar njóti þess að gera eitthvað skemmtilegt saman í bænum.

Hægt er að velja úr fjölda viðburða sem gleðja hjartað og verslanir og fyrirtæki bjóða mörg hver upp á ýmis konar skemmtileg tilboð af þessu tilefni. Það verður kvöldopnun á Glerártorgi í kvöld, fimmtudag, og í miðbænum á morgun, föstudag.

Mikið er um að vera í bænum þessa helgina og má meðal annars nefna útgáfutónleikar Birkis Blæs og tónleika með Stjórninni á Græna hattinum. Á Listasafninu eru m.a. sýningar á verkum Þorvaldar Þorsteinssonar, Lilý Erlu Adamsdóttur og Snorra Ásmundssonar, sýning Minjasafnsins um Tónlistarbæinn Akureyri hefur slegið í gegn og í Menningarhúsinu Hofi verður opnuð myndlistarsýningin Barn sem nýtur réttinda sinna. Sviðslistaverkið Tæring verður sýnt á Hælinu, Kristnesi og Októberfest Sléttuúlfsins stendur til 3.október. 

Í dag hefst einnig A! Gjörningahátíð sem stendur fram á sunnudag með fjölda viðburða og Barnamenningarhátíð hófst líka í dag en hún stendur út október.

Skoða má tilboð og það helsta sem um er að vera um helgina á Dekurdögum á Facebook.

Hér má sjá helstu atriði dagskrárinnar á visitakureyri.is.

Des Nóv Okt Sep Ágú Júl Jún Maí Apr Mar Feb Jan