Deiliskipulag Miðbæjar, niðurstaða bæjarstjórnar

Deiliskipulag Miðbæjar, niðurstaða bæjarstjórnar
Bæjarstjórn Akureyrarbæjar hefur þann 18. maí 2021 samþykkt deiliskipulagsbreytingu í samræmi við 3. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Skipulagssvæðið afmarkast af Glerárgötu, Kaupvangsstræti, Skipagötu, Hofsbót og Strandgötu. Helstu breytingar frá gildandi skipulagi eru að Glerárgata verður áfram 2 + 2 vegur í núverandi legu en með þrengingu og veglegri gönguþverun, afmarkað er pláss fyrir nýjan hjólastíg eftir Skipagötu, byggingarreitir eru aðlagaðir að breytingum á Glerárgötu og Skipagötu, heimiluð hæð hluta húsa hækkar og þakform breytist. Gert er ráð fyrir að hluti Skipagötu verði einstefna til suðurs og að það sama muni gilda um Hofsbót frá Skipagötu að Strandgötu.

Tillagan var auglýst frá 10. mars til 21. apríl 2021 athugasemdir bárust sem leiddu til minniháttar breytinga á skipulaginu. Deiliskipulagið hefur verið sent Skipulagsstofnun og tekur það gildi með auglýsingu í B-deild Stjórnartíðinda.
Þeir sem óska nánari upplýsinga um tillöguna og niðurstöðu bæjarstjórnar, geta snúið sér til skipulagssviðs Akureyrarbæjar, Geislagötu 9, 3. hæð.

Samantekt á umsögnum og athugasemdum er að finna hér.

Des Nóv Okt Sep Ágú Júl Jún Maí Apr Mar Feb Jan