Deiliskipulag Melgerðisás og Skarðshlíð A-hluti , niðurstaða bæjarstjórnar

Bæjarstjórn Akureyrarkaupstaðar hefur samþykkt eftirfarandi skipulagsmál, deiliskipulag fyrir Melgerðisás og Skarðshlíð A-hluta í samræmi við 3. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Skipulagssvæðið liggur meðfram Hörgárbraut að Undirhlíð, vestur að Glerárskóla og meðfram íþróttasvæði Þórs og Melgerðisás að Hörgárbraut. Tillagan gerir ráð fyrir nýjum lóðum, byggingarreitum og umferðarsvæði með það að markmiði að þétta byggð.

Tillagan var auglýst frá 13. september til 25. október 2017. 18 athugasemdir og umsagnir bárust sem leiddu til breytinga á skipulaginu. Deiliskipulaginu hefur nú verið skipt upp í tvær áætlanir, Melgerðisás og Skarðshlíð A-hluta, sem nær yfir Melgerðisásinn og neðri hluta Skarðshlíðar og B-hluta sem nær yfir núverandi kastsvæðið UFA við Skarðshlíð og raðhúsa lóðir við Litluhlíð. Melgerðisás og Skarðshlíð B-hluta skipulagsins verður frestað.
Deiliskipulagið hefur verið sent Skipulagsstofnun og tekur það gildi með auglýsingu í B-deild Stjórnartíðinda.
Þeir sem óska nánari upplýsinga um tillöguna og niðurstöðu bæjarstjórnar, geta snúið sér til skipulagssviðs, Akureyrarkaupstaðar, Geislagötu 9, 3. hæð.
22. ágúst 2018
Sviðsstjóri skipulagssviðs

Des Nóv Okt Sep Ágú Júl Jún Maí Apr Mar Feb Jan