Deiliskipulag Kjarnagötu 55-57 - Niðurstaða bæjarstjórnar

Bæjarstjórn Akureyrarbæjar hefur þann 12. apríl 2022 samþykkt breytingu á deiliskipulagi 3. áfanga Naustahverfis - Hagahverfis í samræmi við 3. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Skipulagssvæðið afmarkast af lóð Kjarnagötu 55-57. Í tillögunni felast breytingar á byggingarreitum ásamt fjölda hæða bygginga, auk breytinga á fyrirkomulagi bílastæða og nýtingarhlutfalli og lofthæð bílgeymslu.

Tillagan var auglýst frá 26. janúar til 14. mars 2022. Ein athugasemd barst sem leiddi til breytinga á skipulaginu á þann hátt að byggingarreitur bílgeymslu var dreginn inn um 1,8 m frá lóðamörkum Geirþrúðarhaga 1. Að loknum auglýsingatíma var auk þess gerð smávægileg breyting á lóðarstærð í því skyni að rúma djúpgáma innan hennar.

Deiliskipulagið hefur verið sent Skipulagsstofnun og tekur það gildi með auglýsingu í B-deild Stjórnartíðinda.

Deiliskipulagstillöguna má nálgast hér.

Þeir sem óska nánari upplýsinga um tillöguna og niðurstöðu bæjarstjórnar geta snúið sér til þjónustu- og skipulagssviðs Akureyrarbæjar, Geislagötu 9 eða sent fyrirspurn á netfangið skipulag@akureyri.is

Des Nóv Okt Sep Ágú Júl Jún Maí Apr Mar Feb Jan