Deiliskipulag fyrir Sunnuhlíð 12 - Niðurstaða bæjarstjórnar

Loftmynd af skipulagssvæðinu
Loftmynd af skipulagssvæðinu

Bæjarstjórn Akureyrarbæjar hefur þann 14.júlí 2022 samþykkt deiliskipulag fyrir Sunnuhlíð 12 í samræmi við 3. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Skipulagssvæðið afmarkast af lóð Sunnuhlíðar 12. Viðfangsefni deiliskipulagsins er uppbygging heilsugæslustöðvar í verslunarmiðstöðinni Sunnuhlíð ásamt viðbyggingu við núverandi húsnæði, göngustígatengingar og umferðarflæði.

Tillagan var auglýst frá 18.maí til 3.júlí 2022. Tillagan var í kjölfarið samþykkt í bæjarstjórn með breytingum varðandi legu göngustíga til að koma til móts við umsögn umhverfis- og mannvirkjasviðs Akureyrarbæjar. Deiliskipulagið hefur verið sent Skipulagsstofnun og hefur tekið gildi með auglýsingu í B-deild Stjórnartíðinda.

Samþykkt deiliskipulag má nálgast hér og greinargerð með skipulaginu hér.

Þeir sem óska nánari upplýsinga um tillöguna og niðurstöðu bæjarstjórnar geta snúið sér til þjónustu- og skipulagssviðs Akureyrarbæjar, Geislagötu 9 eða sent erindi á skipulag@akureyri.is

Des Nóv Okt Sep Ágú Júl Jún Maí Apr Mar Feb Jan