Dagur byggingariðnaðarins

Mynd: Auðunn Níelsson.
Mynd: Auðunn Níelsson.

Dagur byggingariðnaðarins verður haldinn á Akureyri á morgun, laugardaginn 14. apríl. Að honum standa Akureyrarbær, Meistarfélag byggingamanna á Norðurlandi, Samtök iðnaðarins og Atvinnuþróunarfélag Eyjafjarðar.

Þennan dag verður byggingar- og mannvirkjageiranum á Norðurlandi gert hátt undir höfði bæði með sýningu í Menningarhúsinu Hofi á og opnum húsum á byggingarstöðum og verkstæðum á Akureyri og víðar í landshlutanum.

Starfsfólk Akureyrarkaupstaðar verður með sérstaka kynningu á aðalskipulagi sveitarfélagsins og nýframkvæmdum.

Des Nóv Okt Sep Ágú Júl Jún Maí Apr Mar Feb Jan