Norðurland og norðurslóðir - FUNDI FRESTAÐ

Af óviðráðanlegum orsökum er fyrirhuguðum fundi um Norðurslóðamál með utanríkisráðherra frestað.

Akureyrarbær og Samtök sveitarfélaga og atvinnuþróunar á Norðurlandi eystra (SSNE) standa fyrir rafrænum fundi mánudaginn 22. mars kl. 13-14. Tilefnið er undirritun samnings milli SSNE og Norðurslóðanetsins um að Norðurslóðamiðstöð Íslands verði eitt af áhersluverkefnum SSNE árið 2021. Í verkefninu er horft til þeirrar fjölbreyttu þekkingar og reynslu sem fyrir hendi er á svæðinu, með það fyrir augum að efla samvinnu stofnana, fyrirtækja og sveitarfélaga um norðurslóðatengd málefni.

Ásthildur Sturludóttir bæjarstjóri á Akureyri og Hilda Jana Gísladóttir formaður stjórnar SSNE og bæjarfulltrúi taka á móti sérstökum boðsgestum sem eru Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra og Össur Skarphéðinsson skýrsluhöfundur nýútkominnar skýrslu sem ber heitið Samstarf Grænlands og Íslands á nýjum Norðurslóðum.

Til umræðu verða sérstök tækifæri Norðurlands á norðurslóðum, m.a. á grundvelli tillagna skýrslunnar um aukið samstarf Íslands og Grænlands.

Des Nóv Okt Sep Ágú Júl Jún Maí Apr Mar Feb Jan