Athafnasvæði við Hlíðarfjallsveg – útboð á landleigu

Bláu línurnar afmarka athafnasvæðið sem leigt verður.
Bláu línurnar afmarka athafnasvæðið sem leigt verður.

Umhverfis- og mannvirkjasvið Akureyrarbæjar auglýsir til leigu athafnasvæði sunnan Hlíðarfjallsvegar, vestan og sunnan "brennustæðis". Svæðið allt er um 6.400 m² og er ætlað til moldarvinnslu (sjá meðf. mynd).

Um er að ræða norðurhluta svæðisins, sem er um 2.100 m², en Akureyrarbær mun hafa afnot af syðri hluta svæðisins og þarf því aðgengi að þeim hluta svæðisins að vera tryggt.

Öll umgengni leigjanda þarf að vera snyrtileg, þ.m.t. aðkomuvegur frá Hlíðarfjallsvegi, en gæta þarf þess að ekki berist mold og/eða jarðvegur út á Hlíðarfjallsveg.

Svæðið verður leigt til þriggja ára frá 1. mars 2021 með möguleika á allt að tveggja ára framlengingu. Leigu skal greiða mánaðarlega og skal leiguverð breytast í samræmi við neysluvísitölu einu sinni á ári þann 1. febrúar ár hvert.

Tilboði í mánaðarleiguverð fyrir svæðið skal skila til í tölvupósti á netfangið umsarekstur@akureyri.is eigi síðar en kl. 11:00 þann 3. febrúar 2021 og verða tilboð opnuð rafrænt með þeim aðilum sem óska.

Leigusali áskilur sér rétt til að taka hvaða tilboði sem er eða hafna öllum.

Des Nóv Okt Sep Ágú Júl Jún Maí Apr Mar Feb Jan