Byggingarleyfi fyrir hreinsistöð

Byggingarfulltrúi Akureyrar samþykkti þann 9. nóvember 2017 byggingaráform fyrir hreinsistöð fráveitu á Akureyri, á lóð nr. 33 að Óseyri.

Þann 4. júní 2018 gaf byggingarfulltrúi út byggingarleyfi til Norðurorku hf., þar sem uppfyllt hafa verið skilyrði til útgáfu byggingarleyfis.

Skipulagslegar forsendur byggingarleyfisins.

Tenglar á:
Aðalskipulag Akureyrar.
• Deiliskipulag SANDGERÐISBÓT, 12. ágúst 2009, með síðari breytingu 2. maí 2017.
• Matsskýrsla sem unnin var af Eflu Verkfræðistofu fyrir Norðurorku hf.: „Hreinsistöð fráveitu á
Akureyri. Mat á umhverfisáfhrifum. Matsskýrsla" dagsett desember 2016.
Álit Skipulagsstofnunar um mat á umhverfisáhrifum dagsett 13. febrúar 2017.

Álit Skipulagsstofnunar um mat á umhverfisáhrifum frá 13. febrúar 2017 má finna á heimasíðu Skipulagsstofnunar: http://www.skipulag.is

Á sömu vefslóð eru einnig endanleg matsskýrsla Norðurorku hf., ásamt fylgigögnum, umsögnum og svörum við þeim.

Samkvæmt áliti Skiplagsstofnunar er niðurstaða sú að matsskýrslan uppfylli skilyrði laga og reglugerðar um mat á umhverfisáhrifum og að umhverfisáhrifum hafi verið lýst á fullnægjandi hátt. Helstu umhverfisáhrif framkvæmdarinnar varða landnotkun, viðtaka fráveitunnar og lyktarónæði.

Skipulagsstofnun telur áhrif framkvæmdarinnar á landnotkun og viðtaka fráveitunnar almennt jákvæð.

Skipulagsstofnun telur að áhrif framkvæmdarinnar á viðtakann séu óveruleg. Í starfsleyfi verði sett skilyrði um viðbrögð og eftir atvikum frekari hreinsun, leiði vöktun í ljós að mengun berst út fyrir þynningarsvæði fráveitunnar. Vegna umsagnar Nátttúrfræðistofnunar Íslands telur Skipulagsstofnun æskilegt að grunnástand lífríkis á þynningarsvæði fráveitunnar verði rannsakað áður en hreinsistöðin tekur til starfa. Einnig að eftirfylgni þeirra rannsókna verði hluti af vöktunaráætlun fyrir fráveituna.

Hvað varðar óþægindi frá starfsemi skólphreinsistöðvarinnar í landi telur Skipulagsstofnun að framkvæmdaraðili hafi gert fullnægjandi grein fyrir þeim aðgerðum sem koma eiga í veg fyrir lyktarónæði frá stöðinni. Áhrif hvað það varðar verða óveruleg, að teknu tilliti til mótvægisaðgerða. Stofnunin telur þó að í leyfi til starfseminnar þurfi að tryggja að fyrirkomulag flutninga ristarúrgangs til urðunarstaðar verði endurskoðað komi í ljós að ónæði skapast við starfsemina.

Nánari upplýsingar um samþykkt byggingaráformanna, byggingarleyfi og teikningarnar:
Tenglar á:
Samþykkt byggingaráforma
Teikningar: afstaða, grunnmynd, kjallari, snið, útlit og þakmynd.
Útgefið byggingarleyfi
Umsögn Heilbrigðiseftirlits Norðurlands eystra
Samþykki Vinnueftirlits ríkisins

Vakin er athygli á því að niðurstaða byggingarfulltrúa er kæranleg til úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála sbr. 4. gr. laga nr. 130/2011 (sjá http://www.uua.is/ . Kærufrestur er einn mánuður frá birtingu auglýsingar.

Virðingarfyllst, 6. júní 2018
Bjarki Jóhannesson, byggingarfulltrúi

Des Nóv Okt Sep Ágú Júl Jún Maí Apr Mar Feb Jan