Brýnt að auka og bæta samveru

Haust á Akureyri. Mynd: Skapti Hallgrímsson.
Haust á Akureyri. Mynd: Skapti Hallgrímsson.

Á fundi frístundaráði Akureyrarbæjar 7. desember sl. voru kynntar niðurstöður úr rannsókn Rannsóknar og greiningar vorið 2018 um lýðheilsu ungs fólks á Akureyri.

Eftir að hafa farið yfir niðurstöðurnar var bókun Frístundaráðs á þá vegu að ráðið lýsir yfir áhyggjum á því ástandi sem virðist vera að skapast á meðal ungmenna á Akureyri og sérstaklega í aldurshópnum 16-18 ára. Mikilvægt er að allir aðilar sem koma að málefnum þessa hóps standi saman til að tryggja heilsusamleg uppeldisskilyrði. Í þessu sambandi er foreldrasamfélagið í lykilhlutverki og vill frístundaráð brýna foreldra til að huga vel að þessum málum enda sýna niðurstöður að samvera barna og foreldra er að minnka en það er einn af lykilþáttum þess að halda börnum og ungmennum frá óheilbrigðum lifnaðarháttum.

Lýðheilsa ungs fólks á Akureyri: Niðurstöður rannsóknar meðal nemenda í 8., 9. og 10. bekk árið 2018.

Des Nóv Okt Sep Ágú Júl Jún Maí Apr Mar Feb Jan