Breytt fyrirkomulag í Hlíðarfjalli vegna Covid-19

Vegna fjölgunar Covid-19 smita undanfarið hefur verið ákveðið að skipta föstudögum, laugardögum og sunnudögum upp í tvo hluta þar sem fólk er beðið að velja hvort það vill koma fyrri- eða seinnipart.

Um leið verður opnunartími lengdur þessa þrjá vikudaga en fyrirkomulag er óbreytt aðra daga. Vetrarkorthafar eru undanþegnir því að panta tíma og geta komið þegar þeim hentar.

Opnunartímar í hólfin verða sem hér segir:

Föstudaga verður opið frá kl. 11-19. Fyrra hólf frá kl. 11-14.30 og seinna hólf frá kl. 15-19.

Laugardaga og sunnudaga verður opið frá kl. 9.30-17. Fyrra hólf frá kl. 9.30-13 og seinna hólf frá kl. 13.30-17.

Lyftumiðar fyrir þessa þrjá daga vikunnar verða settir í sölu kl. 15 á miðvikudögum.

Fyrir þessa daga þarf að kaupa lyftumiðana og vasakort á heimasíðu Hlíðarfjalls. Vasakortin er seld hjá N1 á Akureyri, Leirunesti og Veganesti og er hægt að fylla á þau á heimasíðunni. Einnig er hægt að kaupa kortin á heimasíðu Hlíðarfjalls og fylla jafnóðum á þau þar en þá þarf að sækja þau í miðasölu Skíðastaða áður en lyfturnar eru notaðar.

Munið að grímuskylda er innandyra og í röðum utandyra.

Des Nóv Okt Sep Ágú Júl Jún Maí Apr Mar Feb Jan