Breyting á Aðalskipulagi Akureyrar 2018-2030 vegna Dalvíkurlínu 2 - Skipulagslýsing

Lega fyrirhugaðrar Dalvíkurlínu 2
Lega fyrirhugaðrar Dalvíkurlínu 2

Bæjarstjórn Akureyrarbæjar hefur samþykkt að hefja vinnu við breytingu á aðalskipulagi bæjarins í tengslum við lagningu Dalvíkurlínu 2. Fyrsta skrefið í þeirri vinnu er kynning á skipulagslýsingu fyrir verkefnið og fer hún fram samhliða breytingum á Aðalskipulagi Hörgársveitar 2012-2024 (sjá hér) og Aðalskipulagi Dalvíkurbyggðar 2008-2020 (sjá hér).

Dalvíkurlína 2 er 66 kV jarðstrengur sem mun liggja við vestanverðan Eyjafjörð á milli Akureyrar og Dalvíkur, alls um 41 km. Framkvæmdin er hluti af endurnýjunaráætlun Landsnets og styrkingu innviða í kjölfar truflana af völdum óveðurs veturinn 2019-2020.

Gera þarf breytingar á gildandi aðalskipulagi Akureyrar (sjá hér) til samræmis við skipulagstillögu fyrir framkvæmdina og munu þær felast í breytingum á landnotkunarflokkum og skipulagsákvæðum auk afmörkunar á flutningslínu rafkerfis á þéttbýlisuppdrætti.

Skipulagslýsinguna má nálgast hér.

Ábendingum þar sem nafn, heimilisfang og kennitala kemur fram má skila með tölvupósti á skipulagssvid@akureyri.is eða bréfleiðis til skipulagssviðs í Ráðhúsi Akureyrar, Geislagötu 9, 600 Akureyri.

Frestur til að koma ábendingum á framfæri er til 19. janúar 2022.

Athugasemdir teljast til opinberra gagna. Nöfn þeirra sem senda inn athugasemdir koma fram í fundargerðum skipulagsráðs á heimasíðu Akureyrarbæjar. Persónuupplýsingar sem fylgja athugasemdum, s.s. kennitala, nafn og netfang, eru aðeins nýttar til að vinna úr athugasemdum og auðkenna sendanda. Sjá nánar um meðferð persónuupplýsinga hjá Akureyrarbæ hér.

 

Des Nóv Okt Sep Ágú Júl Jún Maí Apr Mar Feb Jan