Breyting á Aðalskipulagi Akureyrar 2018-2030 - reiðleiðir og útivistarleiðir, niðurstaða bæjarstjórnar

Bæjarstjórn Akureyrarbæjar hefur þann 21. janúar 2020 samþykkt breytingu á Aðalskipulagi Akureyrar 2018-2030 vegna breytinga á reiðleiðum og útivistarleiðum.
Breytingin felur í sér að gert er ráð fyrir að nýta megi fyrirhugaða lagnabrú Landsnets yfir Glerárgil sem reið- og göngubrú. Felur það í sér að afmörkuð er ný reiðleið og útivistarleið þar sem lagnabrúin er fyrirhuguð. Þá er einnig gerð sú breyting að afmörkuð er útivistarleið samhliða reiðleið yfir núverandi brú sem er um 300 metrum neðar í Glerárgili.
Breytingin telst óveruleg og hefur fengið meðferð skv. 2. mgr. 36. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Þeir sem óska nánari upplýsinga um tillöguna og niðurstöðu bæjarstjórnar geta snúið sér til skipulagssviðs Akureyrar, Geislagötu 9, 3. hæð.

29. janúar 2020
Sviðsstjóri skipulagssviðs

Des Nóv Okt Sep Ágú Júl Jún Maí Apr Mar Feb Jan