Breyting á Aðalskipulagi Akureyrar 2018-2030 – Krossaneshagi B-áfangi, niðurstaða bæjarstjórnar

Bæjarstjórn Akureyrar hefur þann 15. október 2019 samþykkt breytingu á Aðalskipulagi Akureyrar 2018-2030 vegna Krossaneshaga B-áfanga.
Breytingin felur í sér að að hluti núverandi athafnasvæðis, merkt AT5, sem liggur sunnan Óðinsness og vestan Krossanesbrautar breytist í iðnaðarsvæði og göngu og/eða hjólaleið leiðrétt í samræmi við raunverulega legu hennar.
Tillagan var auglýstar frá 14. ágúst til 25. september 2019. Skipulagsáætlunin hefur verið send Skipulagsstofnun til afgreiðslu og tekur í kjölfarið gildi með auglýsingu í B-deild Stjórnartíðinda.
Þeir sem óska nánari upplýsinga um breytinguna og niðurstöðu bæjarstjórnar geta snúið sér til skipulagssviðs Akureyrarbæjar, Geislagötu 9, 3. hæð.

8. janúar 2020
Sviðsstjóri skipulagssviðs

Des Nóv Okt Sep Ágú Júl Jún Maí Apr Mar Feb Jan