Breyting á Aðalskipulagi Akureyrar 2005-2018 - Stígur meðfram Eyjafjarðarbraut

Aðalskipulagsbreyting
Aðalskipulagsbreyting

Bæjarstjórn Akureyrarkaupstaðar hefur þann 20. júní 2017 samþykkt breytingu á Aðalskipulagi Akureyrar 2005-2018 í samræmi við 2. mgr. 36. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, vegna stígs meðfram Eyjafjarðarbraut.

Breytingin felur í sér að aðalstígur er skilgreindur meðfram Eyjafjarðarbraut og tengja þar með stígakerfi bæjarins við nágrannasveitarfélagið Eyjafjarðarsveit. Greinargerð með rökstuðningi er á uppdrætti dags. 5. júní 2017 í mkv. 1:10 000.

Aðalskipulagsbreytingin hefur verið send Skipulagsstofnun sem sér um lokaafgreiðslu erindisins.

Þeir sem óska nánari upplýsinga um tillöguna og niðurstöðu bæjarstjórnar, geta snúið sér til skipulagssviðs, Akureyrarkaupstaðar, Geislagötu 9, 3. hæð.

Sviðsstjóri skipulagssviðs

Des Nóv Okt Sep Ágú Júl Jún Maí Apr Mar Feb Jan