Börn hjálpa börnum

Ásthildur Sturludóttir bæjarstjóri með 5. bekkingum í Lundarskóla fyrr í dag þegar söfnuninni var hl…
Ásthildur Sturludóttir bæjarstjóri með 5. bekkingum í Lundarskóla fyrr í dag þegar söfnuninni var hleypt af stokkunum.

Í dag var söfnunin Börn hjálpa börnum á vegum ABC barnahjálpar formlega sett á Akureyri af Ásthildi Sturludóttur bæjarstjóra. Fjórir grunnskólar í bænum taka þátt í verkefninu en það eru Giljaskóli, Lundarskóli, Oddeyrarskóli og Síðuskóli. Þetta er í 22. sinn sem efnt er til söfnunar af þessu tagi.

Síðasta söfnun gekk mjög vel. Þá tóku á þriðja þúsund börn í 71 grunnskóla víðs vegar um landið þátt í söfnuninni og söfnuðust 7.231.938 krónur. Það er frábær árangur sem allir geta verið stoltir af og hefur söfnunin verið starfi ABC barnahjálpar víðsvegar um heiminn ómetanleg lyftistöng.

Peningarnir sem söfnuðust árið 2018 fóru í uppbyggingu heimavistar í Úganda fyrir stúlkur og drengi. Einnig var sett upp var nýtt íþróttasvæði við skóla ABC í Búrkína Fasó, skólabúningar, bækur, skólagögn og íþróttatæki voru endurnýjuð í Namelok í Kenýa og loks voru keypt ný leiktæki fyrir grunnskóla ABC á Indlandi.

Í ár verður söfnunarféð notað til að styrkja innviði skólastarfs ABC í Afríku og Asíu en sérstaklega verður hugað að bættri aðstöðu í skólunum á Indlandi og Pakistan og áframhaldandi uppbyggingu í skólanum í Búrkína Fasó.

Söfnunin fer þannig fram að hver skóli fær sitt skólahverfi til að safna í. Oftast er einn árgangur valinn til að sjá um söfnunina, gjarnan 5. bekkur, en það er einn áhugasamasti árgangurinn. Að söfnun lokinni fá börnin myndskreytt viðurkenningarskjal með nafninu sínu þar sem fram kemur hverjir söfnuðu.

Des Nóv Okt Sep Ágú Júl Jún Maí Apr Mar Feb Jan