Bólusetning að hefjast á Akureyri

Bóluefnið kom til landsins í gær. Mynd: Heilbrigðisráðuneytið/Almannavarnir.
Bóluefnið kom til landsins í gær. Mynd: Heilbrigðisráðuneytið/Almannavarnir.

Bólusetning íbúa Öldrunarheimila Akureyrar gegn Covid-19 hefst eftir hádegið í dag. Bóluefni frá lyfjaframleiðandanum Pfizer er nú á leið til bæjarins og fyrirhugað er að klára bólusetningu íbúa á bæði Hlíð og Lögmannshlíð fyrir kvöldið.

Unnið er að bólusetningunni í samvinnu við Heilbrigðisstofnun Norðurlands í samstarfi við lækna og hjúkrunarfræðinga hjá ÖA. Eins og þekkt er af umfjöllun fjölmiðla og kynningarfundum sóttvarnalæknis, þá þarf að bólusetja tvisvar og verður seinni bólusetningin eftir þrjár vikur.

Þegar næsta sending berst verður lokið við að bólusetja framlínustarfsfólk heilbrigðisþjónustunnar í baráttunni gegn Covid-19.

Des Nóv Okt Sep Ágú Júl Jún Maí Apr Mar Feb Jan