Bókmenntahátíð í Menningarhúsinu Hofi

Bókmenntahátíð hefst í dag, þriðjudaginn 23. apríl í Menningarhúsinu Hofi.

Dagskrá hátíðarinnar er unnin í afar góðu samstarfi Menningarfélags Akureyrar og Amtsbókasafnsins á Akureyri við Bókmenntahátíðina í Reykjavík. Bókmenntahátíðin hefst hér norðan heiða degi áður en Bókmenntahátíðin í Reykjavík er sett. Boðið verður uppá tvo viðburði með þátttöku hins bandaríska rithöfundar lily King og Hallgríms Helgasonar rithöfundar og handhafa íslensku bókmenntaverðlaunanna 2018.

HÖFUNDAMÓT – höfundar, sögupersónur, lesendur er fyrri viðburðurinn af tveimur sem haldin verður í dag sem áhugasömum gestum og bókaunnendum er boðið uppá. Hann hefst kl. 11.30-13.00. Rithöfundarnir Lily King (Sæluvíma) og Hallgrímur Helgason (60 kg af sólskini) lesa uppúr verkum sínum. Þrír félagar úr akureyrska bókaklúbbnum Les-endur segja frá sinni upplifun á lestri bókanna og vangaveltum sem urðu til við lesturinn. Lesklúbbsfélagarnir fá því einstak tækifæri til að spyrja höfundana beint út í verkin. Áheyrendum út í sal gefst einnig kostur á að spyrja spurninga og taka þátt í umræðunum. Viðburðurinn fer fram á ensku og íslensku.

MAÐUR Á MANN er seinni viðburður hátíðarinnar og hefst kl. 17. Þar fara þau Hallgrímur Helgason rithöfundur og Rannveig Karlsdóttir þjóðfræðingur og framhaldskólakennari á trúnó. Lily King rithöfundur Agla fer á trúnó við Þorgerði Öglu Magnúsdóttur bókaútgefanda. Auk þess ungskáldið Kristjana Anna Kristjana Helgadóttir les verk eftir sig. Ávarp flytur Þórgnýr Dýrfjörð Akureyrarstofustjóri en kynnir er Arnar Már Arngrímsson rithöfundur.

 

 

Des Nóv Okt Sep Ágú Júl Jún Maí Apr Mar Feb Jan