Bifreiðastæðaklukkur - Bifreiðastæðaklukkur

Frá 26. ágúst 2005 verður stýring á nýtingu á bílastæðum í miðbænum á Akureyri með bifreiðastæðaklukkum í stað stöðumæla. Þegar lagt verður í bílastæðin í miðbænum er skylt að hafa bifreiðastæðaklukku á mælaborðinu sem sýnir hvenær bílnum var lagt í stæðið.

Heimiluð tímalengd á gjaldfrjálsa stöðu bíls í klukkustæði verður mismunandi eftir svæðum, 15 mín., 1 klst. og 2 klst. Auk þess verður fjöldi fastleigustæða aukinn verulega. Nánar um þetta á korti, smelltu hér (211 kb).

Bifreiðastæðaklukkunum verður dreift í öll hús í bænum, auk þess munu þau liggja frammi á bensínstöðvum, í þjónustuanddyri Ráðhússins og víðar. Klukkurnar eru vandaðar að allri gerð. Þær eru einskonar umslag með klukkuskífu innan í. Ofan á "umslaginu" stendur skífan út úr því til að hægt sé að stilla hana. Í "glugga" á "umslaginu" sjást tölurnar á skífunni. Smelltu hér til að sjá framhlið klukkunnar. Mikilvægt er að klukkan sé stillt á þann tíma sem bílnum er lagt í stæðið. Á bakhlið klukkunnar er kort af miðbænum sem sýnir hvar klukkustæðin eru og þá tímalengd sem heimilt er að leggja þar án gjalds og auk þess leiðbeiningar um notkun klukkunnar. Smelltu hér til að sjá bakhlið klukkunnar.

Stöðuverðir hafa eftirlit með því að bílum sé ekki lagt lengur en heimilt er í viðkomandi bílastæði. Ef bifreið er búin að vera lengur en heimilt er settur gíróseðill undir rúðuþurrku, eins og verið hefur. Sektir (aukastöðugjöld) verða 1.500 kr. Ef greitt er innan 2ja daga er veittur 500 kr. afsláttur.

Fastleigustæði

Fastleigustæðum í miðbænum verður fjölgað verulega frá því sem verið hefur. Austustu bílastæðin við Skipagötu (27 að tölu), austustu bílastæðin við Hofsbót (19 að tölu), 19 stæði við Hólabraut og 49 stæði sunnan við Kaupvangsstræti 1 verða fastleigustæði, alls 114 bílastæði. Sjá nánar á korti, smelltu hér (211 kb). Með því að kaupa sérstakt kort sem sett er á mælaborðið á bifreiðinni má hún standa á hvaða fastleigustæði sem er í ótakmarkaðan tíma. Frá 1. september 2005 kosta kort fyrir fastleigustæði kr. 18.000 fyrir árið, innheimt í tvennu lagi. Leiga í einn mánuði í senn er kr. 2.500.

Nánari upplýsingar um fastleigustæðin í þjónustuanddyri Ráðhússins, sími 460 1000.

Des Nóv Okt Sep Ágú Júl Jún Maí Apr Mar Feb Jan