Barnamenningarhátíð í vor

Nú er unnið að undirbúningi Barnamenningarhátíðar sem haldin verður á Akureyri í vor, nánar tiltekið frá 9.-14. apríl.

Hátíðin var haldin í fyrsta sinn á Akureyri í fyrra og tókst vel þótt undirbúningstími væri skammur. Nú verður blásið til sóknar og meðal annars stofnaður sérstakur sjóður sem hægt verður að sækja í til að hafa atriði á dagskrá hátíðarinnar.

Allir sem vilja taka þátt í að skapa uppbyggilega og skemmtilega hátíð þar sem "menning barna með börnum fyrir börn" verður í hávegum höfð, ættu að nýta tímann til að skerpa og útfæra hugmyndir sínar. Reglur sjóðsins og umsóknarfrestur verða kynnt innan tíðar hér á Akureyri.is og á Facebook síðunni Barnamenningarhátíð á Akureyri. Áhugasömum er einnig bent á að ganga í hópinn "Áhugafólk um barnamenningarhátíð á Akureyri" á Facebook.

Des Nóv Okt Sep Ágú Júl Jún Maí Apr Mar Feb Jan