Bæjarstjórn unga fólksins á þriðjudag

Frá ungmennaþingi sem haldið var í Hofi 1. desember 2017. Mynd: Ragnar Hólm.
Frá ungmennaþingi sem haldið var í Hofi 1. desember 2017. Mynd: Ragnar Hólm.

Bæjarstjórnarfundur unga fólksins verður haldinn í Hofi á morgun, þriðjudaginn 26. mars, kl. 17–19.

Samkvæmt samþykkt um ungmennaráð skal árlega haldinn bæjarstjórnarfundur unga fólksins í marsmánuði og hefur ungmennaráð undirbúið dagskrá fundarins. Þetta er í fyrsta sinn sem slíkur fundur er haldinn.

Fundurinn er öllum opinn og eru bæjarbúar hvattir til að mæta og hlusta á raddir ungmennanna.

Streymt verður frá fundinum.

Des Nóv Okt Sep Ágú Júl Jún Maí Apr Mar Feb Jan