Bæjarstjórinn kynnti sér starfsemi Punktsins

Á Punktinum síðasta föstudag. Frá vinstri: Halla Birgisdóttir Ottesen, umsjónarmaður Punktsins, Alfa…
Á Punktinum síðasta föstudag. Frá vinstri: Halla Birgisdóttir Ottesen, umsjónarmaður Punktsins, Alfa Aradóttir, deildarstjóri forvarna og æskulýðsmála, Ásdís Þorvaldsdóttir sem notar aðstöðuna á Punktinum, Ásthildur Sturludóttir, bæjarstjóri, og Kristinn Jakob Reimarsson, sviðsstjóri samfélagssviðs Akureyrarbæjar.

Síðasta föstudag heimsótti bæjarstjórinn á Akureyri, Ásthildur Sturludóttir, handverksmiðstöðina Punktinn í Rósenborg. Ásthildur fékk góða kynningu á því góða starfi sem unnið er í Punktinum og spjallaði við fólkið sem þar vinnur.

Halla Birgisdóttir Ottesen, umsjónarmaður Punktsins, segir að hann sé staður tækifæranna í listsköpun, handverki og hönnun og opinn einstaklingum á öllum aldri.

"Við leggjum áherslu á endurnýtingu og finnum ný og skemmtileg hlutverk fyrir ólíklegustu hluti. Hlutverk handverksmiðstöðvarinnar Punktsins er að leitast við að veita góða aðstöðu fyrir tómstunda og félagsstarf og virkja einstaklinginn til þátttöku. Við bjóðum upp á námskeið í ýmis konar handverki og hönnun og opna vinnustofu til handverksiðkunar," segir Halla.

Upplýsingar um opnunartíma, aðstöðuna og námskeið í boði er að finna á heimasíðu Punktsins.

Des Nóv Okt Sep Ágú Júl Jún Maí Apr Mar Feb Jan