Ráðhús Akureyrarbæjar.
Rætt var um fyrirhugaða sameiningu Menntaskólans á Akureyri og Verkmenntaskólans á Akureyri á fundi bæjarráðs í morgun.
Karl Frímannsson skólameistari MA og Sigríður Huld Jónsdóttir skólameistari VMA sátu fund bæjarráðs þegar málið var á dagskrá og einnig bæjarfulltrúarnir Halla Björk Reynisdóttir, Gunnar Már Gunnarsson og Andri Teitsson, ásamt Láru Halldóru Eiríksdóttur sem sat undir þessum fundarlið í gegnum fjarfundarbúnað.
Að lokinni umræðu skólameistara og fundarmanna véku skólameistarar af fundi bæjarráðs en inn á fund bæjarráðs mættu fulltrúar nemendafélaga MA og VMA, Krista Sól Guðjónsdóttir forseti Hugins, Tómas Óli Ingvarsson varaforseti Hugins, Steinar Bragi Laxdal formaður Þórdunu og Linda Björg Kristjánsdóttir varaformaður Þórdunu.