Bæjarfulltrúar heimsækja fyrirtæki á Akureyri

Vikuna 13.-17. maí ætla bæjarfulltrúar á Akureyri að heimsækja fyrirtæki í bænum til að kynna sér starfsemi þeirra og er áætlað að slíkar heimsóknir verði skipulagðar árlega svipað og kjördæmavikur þingmanna. Til að byrja með verða heimsótt fyrirtæki m.a. í Síðuhverfi, á Eyrinni og í miðbænum.

Í lok vikunnar, föstudaginn 17. maí, ætla bæjarfulltrúar síðan að plokka rusl meðfram Hörgárbrautinni klukkan 14-16 og er öllum hjartanlega velkomið að taka þátt í því.

Ætlar þú að plokka? Deildu myndum á samfélagsmiðlum með myllumerkinu #plokkak

Des Nóv Okt Sep Ágú Júl Jún Maí Apr Mar Feb Jan