Bæjar- og borgarstjórar funda í Noregi

Frá fundinum í Tromsö.
Frá fundinum í Tromsö.

Ásthildur Sturludóttir, bæjarstjóri á Akureyri, sækir nú fund Arctic Mayors Forum í Tromsö í Noregi en Ásthildur er formaður samtakanna.

Fundurinn er haldinn í tengslum við ráðstefnuna Arctic Frontiers. Á fundinum hittast borgar- og bæjarstjórar frá Umeå og Luleå í Svíþjóð, Oulu og Rovaniemi í Finnlandi, Tromsö, Kirkenes og Bodö í Noregi, Sermersooq og Qeqertalik í Grænlandi, Þórshöfn í Færeyjum, Arkhangelsk, Severodvinsk, City of Naryan-Mar og Murmansk í Rússlandi, Iqaluit í Kanada og Akureyri á Íslandi. Sameiginleg hagsmunamál fólks og sveitarfélaga á norðurslóðum eru rædd og unnið að ákveðnum markmiðum en eitt þeirra er að fá áheyrnaraðild að Norðurskautsráðinu (Arctic Council).

Áætlað er að 4-6 milljónir manna búi nú í námunda við norðurheimskautið. Markmið Arctic Mayors er að miðla reynslu og þekkingu, greina sameiginlegar áskoranir og tækifæri með hagsmuni nærsamfélaga, fólksins á Norðurslóðum, að leiðarljósi. Unnið er að því að tryggja aðkomu að stefnumótun og ákvarðanatöku um svæðið. Er þá bæði horft til ríkisstjórna og alþjóðlegra stofnana og samtaka, þar með talið að eignast áheyrnarfulltrúa í Norðurskautsráðinu. Ákveðið hefur verið að sjálfbærnimarkmið Sameinuðu þjóðanna verði rauður þráður í öllu starfi Arctic Mayors.


Bæjar- og borgarstjórar á norðurslóðum við upphaf fundar í Tromsö.

Des Nóv Okt Sep Ágú Júl Jún Maí Apr Mar Feb Jan