Reynsla að komast á persónuverndarlög

Þann 15. júlí 2018 tóku gildi ný lög um persónuvernd og vinnslu persónuupplýsinga nr. 90/2018. Sama dag var innleidd persónuverndarstefna hjá Akureyrarbæ. Nú, rúmu ári síðar, er komin nokkur reynsla af breytingunum sem fylgdu.

Í lögunum er meðal annars staðfestur sá grundvallarréttur sem felst í vernd persónuupplýsinga einstaklinga. Í persónuverndarstefnu Akureyrarbæjar koma fram áherslur sveitarfélagsins við framkvæmd laganna.

Níu hafa óskað eftir upplýsingum

Þau nýmæli eru meðal annars í lögunum að fólk á rétt til upplýsinga um vinnslu og til aðgangs að eigin persónuupplýsingum. Níu manns hafa óskað eftir upplýsingum frá Akureyrarbæ um vinnslu persónuupplýsinga frá því að nýju lögin tóku gildi.

Hér má finna fræðslu um rétt til upplýsinga.

Umsóknir í íbúagátt

Óski einstaklingur eftir upplýsingum samkvæmt persónuverndarlögum skal fylla út beiðni í íbúagátt á heimasíðu Akureyrarbæjar. Til að nota Íbúagáttina þarf rafræn skilríki eða íslykil.

Inga Þöll Þórgnýsdóttir er persónuverndarfulltrúi Akureyrarbæjar.

Des Nóv Okt Sep Ágú Júl Jún Maí Apr Mar Feb Jan