Auglýst eftir umsóknum í afrekssjóð Akureyrarbæjar

Aldís Kara Bergsdóttir og Viktor Samúelsson eru íþróttafólk Akureyrar 2020. Mynd: Þórir Tryggvason.
Aldís Kara Bergsdóttir og Viktor Samúelsson eru íþróttafólk Akureyrar 2020. Mynd: Þórir Tryggvason.

Auglýst er eftir umsóknum í afrekssjóð Akureyrarbæjar fyrir árið 2021. Markmið sjóðsins er meðal annars að styrkja afreksíþróttaefni til æfinga og keppni undir merkjum aðildarfélaga ÍBA.

Afreksíþróttefni eru þau sem talið er að geti, með markvissri þjálfun, skipað sér á bekk með þeim bestu á landsvísu.

Ennfremur er afreksíþróttafólk og afreksefni styrkt vegna ferðakostnaðar sem hlýst af landsliðskeppnisferðum erlendis á vegum sérsambanda Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands (ÍSÍ), að hámarki tvær ferðir á ári.

Hér á heimasíðu ÍBA eru nánari upplýsingar og rafræn umsóknarform. 

Umsóknarfrestur er til og með 13. desember 2021. 

Des Nóv Okt Sep Ágú Júl Jún Maí Apr Mar Feb Jan