Auglýst eftir sviðsstjóra þjónustu- og skipulagssviðs

Hefur þú kraftinn, hæfnina og þekkinguna til að leiða nýtt svið hjá Akureyrarbæ, þar sem horft er til framtíðar með stafræna innleiðingu og aukna þjónustu í huga?

Akureyrarbær leitar að metnaðarfullum einstaklingi til að leiða þjónustu- og skipulagssvið bæjarins. Um er að ræða nýtt stoðsvið sem ber ábyrgð á þjónustuferlum og þróun þeirra, stafrænum umbreytingum, skipulags- og byggingarmálum sem hluta af uppbyggingu og þróun sveitarfélagsins en faglegur hluti skipulags- og byggingamála er á ábyrgð forstöðumanna þeirra verkefna. Þá ber sviðið einnig ábyrgð á markaðs- og menningarmálum Akureyrarbæjar, innri og ytri upplýsingum og þjónustu s.s. rafrænni stjórnsýslu, heimasíðu bæjarins, þjónustuveri, skjalastjórnun, þjónustu við kjörna fulltrúa, rekstri og umsjón starfsstöðva og mötuneyta, íbúasamráði og atvinnumálum. Næsti yfirmaður sviðsstjóra er bæjarstjóri.

Um er að ræða nýtt og spennandi starf sem felur í sér tækifæri á að móta og leiða nýjungar og krefst skýrrar framtíðarsýnar og náins og uppbyggilegs samstarfs við önnur svið sveitarfélagsins sem og aðra hagaðila.

Helstu verkefni

 • Ábyrgð á daglegum rekstri og stjórnun sviðsins í samræmi við áherslur Akureyrarbæjar
 • Stefnumótun og nýsköpun í þjónustu Akureyrarbæjar
 • Ábyrgð á þróun og innleiðingu stafrænna þjónustuleiða
 • Ábyrgð á markaðs- og kynningarmálum sveitarfélagsins
 • Ábyrgð á atvinnu- og menningarmálum sveitarfélagsins
 • Umsjón með almennum stjórnsýsluumbótum og umbótum á sviði gæðamála
 • Umsjón með þjónustu við kjörna fulltrúa sem hluta af innri þjónustu
 • Ábyrgð verkefna á sviði íbúalýðræðis sem hluti af ytri þjónustu


Menntunar- og hæfniskröfur

 • Háskólamenntun sem nýtist í starfi, meistarapróf er æskilegt.
 • Reynsla sem nýtist í starfi
 • Reynsla af verkefna- breytingastjórnun er æskileg
 • Góð þekking og færni í þróun og innleiðingu stafrænna lausna
 • Reynsla og þekking af upplýsingatækni og stafrænni þjónustu
 • Framúrskarandi samvinnu- og samskiptafærni
 • Hæfni til að leiða hóp, skapa hvetjandi starfsumhverfi og jákvæða þjónustuupplifun þjónustuþega
 • Leiðtogafærni, frumkvæði, skipulagshæfileikar og drifkraftur
 • Rík þjónustulund, áhugi og metnaður til að veita framúrskarandi þjónustu
 • Góð íslensku- og enskukunnátta
 • Gerð er krafa um vammleysi, s.s. að vera með gott orðspor og að framkoma og athafnir á vinnustað og utan hans samrýmist starfinu


Óskað er eftir að umsókn fylgi ferilskrá og kynningarbréf þar sem gerð er grein fyrir ástæðu umsóknar, hæfni til að gegna starfinu og samantekt þar sem fram koma hugmyndir umsækjanda um uppbyggingu sviðsins og þróun faglegs starfs þess.

Frekari upplýsingar um starfið veitir bæjarstjóri, Ásthildur Sturludóttir, asthildur@akureyri.is

Umsóknarfrestur er til og með 5. ágúst næstkomandi. Sótt er um á alfred.is, https://alfred.is/starf/svidsstjori-thjonustu-og-skipulagssvids

 

Des Nóv Okt Sep Ágú Júl Jún Maí Apr Mar Feb Jan