Auglýsing vegna úthlutunar byggðakvóta á fiskveiðiárinu 2017/2018

Mynd: Ragnar Hólm Ragnarsson
Mynd: Ragnar Hólm Ragnarsson

Auglýsing vegna úthlutunar byggðakvóta á fiskveiðiárinu 2017/2018
Fiskistofa auglýsir eftir umsóknum um byggðakvóta til fiskiskipa fyrir eftirtalin byggðarlög skv. Ákvæðum reglugerðar nr. 604/2017 um úthlutun byggðakvóta til fiskiskipa á fiskveiðiárinu 2017/2018

Bolungarvík
Akureyrarkaupstað (Grímsey og Hrísey)
Borgarfjörð eystri
Djúpavog

Auk reglugerðarinnar er vísað til sérstakra úthlutunarreglna í neðanskráðum byggðalögum sbr. auglýsingu nr. 17/2018 í Stjórnartíðindum

• Vesturbyggð (Brjánslækur Patreksfjörður og Bíldudalur)
• Ísafjarðarbær (Þingeyri, Flateyri, Suðureyri, Hnífsdalur og Ísafjörður)
• Fjallabyggð (Siglufjörður og Ólafsfjörður)

Umsóknum skal skilað til Fiskistofu á eyðublaði sem er að finna hér. Umsóknum þarf að fylgja samningur við vinnslu á eyðublaði sem er að finna hér.
Vakin skal athygli á því að umsóknin telst ekki gild nema samningur um vinnslu fylgi.

Umsóknarfrestur er til og með 2. febrúar 2018.

Fiskistofa 17. janúar 2018

Des Nóv Okt Sep Ágú Júl Jún Maí Apr Mar Feb Jan