Auglýsing um skipulagsmál í Akureyrarkaupstað, Hafnarstræti 26 og 32 og Hafnarstræti 67-69

Bæjarstjórn Akureyrarkaupstaðar auglýsir hér með skv. 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, tillögur að deiliskipulagsbreytingu fyrir Innbæinn og deiliskipulagsbreytingu fyrir miðbæ – Drottningarbrautarreit.

Deiliskipulagsbreyting fyrir Innbæinn, Hafnarstræti 26 og 32

Skipulagssvæðið sem breytingum tekur nær til lóða nr. 26 og 32 við Hafnarstræti. Tillagan gerir m.a. ráð fyrir að núverandi hús víki af lóð nr. 26 og gert verði ráð fyrir þremur nýjum fjölbýlishúsum, á tveimur hæðum með risi, alls 36 íbúðum. Gerð er krafa um 1,25 bílastæði fyrir hverja íbúð. Aðkoma að hluta bílastæða er í gegnum lóð Hafnarstrætis 32.

Hafnarstræti 26 og 32, tillaga að deiliskipulagsbreytingu - uppdráttur og greinargerð

 

Deiliskipulagsbreyting fyrir miðbæ – Drottningarbrautarreit, Hafnarstræti 67-69

Skipulagssvæðið sem breytingum tekur nær til lóða nr. 67 og 69 við Hafnarstræti. Tillagan gerir m.a. ráð fyrir að lóðir nr. 67 og 69 sameinist í eina lóð. Heimilt verður að reisa fjögurra hæða byggingu fyrir hótel norðan núverandi hótels ásamt tengibyggingu á milli. Gerð er krafa um 1 bílastæði á hverja 75m2 í nýbyggingu.

Hafnarstræti 67-69, tillaga að deiliskipulagsbreytingu - uppdráttur og greinargerð

 

Tillöguuppdrættir ásamt greinargerðum munu liggja frammi í þjónustuanddyri Akureyrarkaupstaðar, Geislagötu 9, 1. hæð, frá 24. maí til 5. júlí 2017, svo að þeir sem þess óska geti kynnt sér tillögurnar og gert við þær athugasemdir. Tillögurnar eru einnig aðgengilegar gegnum hlekkina hér að ofan.

Frestur til að gera athugasemdir við tillögurnar rennur út kl. 16:00 miðvikudaginn 5. júlí 2017 og skal athugasemdum skilað skriflega til Skipulagssviðs Akureyrarkaupstaðar, Geislagötu 9, 3. hæð eða með tölvupósti (skipulagssvid@akureyri.is) þar sem nafn, kennitala og heimilisfang sendanda kemur fram.

24. maí 2017
            Sviðsstjóri skipulagssviðs

Des Nóv Okt Sep Ágú Júl Jún Maí Apr Mar Feb Jan