Auglýsing um niðurstöðu bæjarstjórnar í skipulagsmálum

Niðurstaða bæjarstjórnar vegna deiliskipulagsbreytinga
Bæjarstjórn Akureyrarkaupstaðar hefur samþykkt eftirfarandi deiliskipulagsbreytingar í samræmi við 3. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010:

Síðuskóli
Deiliskipulagsbreyting er gerð á lóð Síðuskóla þar sem m.a. innkeyrslu inn á lóðina er breytt og hún færð til norðurs. Tillagan var auglýst frá 16. ágúst til 27. september 2017. Tvær athugasemdir bárust sem leiddu ekki til breytinga á skipulaginu.

Deiliskipulagið hefur verið sent Skipulagsstofnun og tekur það gildi með auglýsingu í B-deild Stjórnartíðinda.

Hafnarsvæði sunnan Glerár
Deiliskipulagsbreyting er gerð á lóð á hafnarsvæðinu við Skipatanga. Er henni breytt í geymslusvæði og athafnasvæði í umsjá hafnarstjórnar. Tillagan var auglýst frá 14. desember 2016 til 25. janúar 2017. Ein athugasemd barst sem leiddi ekki til breytinga á skipulaginu.

Deiliskipulagið hefur verið sent Skipulagsstofnun og tekur það gildi með auglýsingu í B-deild Stjórnartíðinda.

 

Niðurstaða bæjarstjórnar vegna aðalskipulagsbreytingar
Bæjarstjórn Akureyrarkaupstaðar hefur þann 19. desember 2017 samþykkt breytingu á Aðalskipulagi Akureyrar 2005-2018 í samræmi við 2. mgr. 36. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Breytingin felur í sér að íbúðarsvæðið í Klettaborg, sunnan götunnar, er stækkað til vesturs að Dalsbraut.
Aðalskipulagsbreytingin hefur verið send Skipulagsstofnun sem sér um lokaafgreiðslu erindisins.

Þeir sem óska nánari upplýsinga geta snúið sér til skipulagssviðs Akureyrarkaupstaðar, Geislagötu 9, 3. hæð.

10. janúar 2018
Sviðsstjóri skipulagssviðs

Des Nóv Okt Sep Ágú Júl Jún Maí Apr Mar Feb Jan